12.12.2010 10:33
Þvílíkar perlur - eftir Gísla Aðalstein Jónasson
Oft hef ég birt algjörar perlur hvað skipamyndir varðar, en þær sem munu birtast hér í dag og næstu daga eftir Gísla Aðalstein Jónasson, núverandi stýrimann á Sigga Bjarna GK 5, eru, ja maður segir bara vá. Kjarninn er tekinn af ýmsum skipum á árunum 1984-1988 og þar sé ég bátsnöfn, sem ég hef ekki áður séð á mynd. Því má segja að við séu komnir í myndaveislu og hefjast þær á eftir en með þessari fátæklegu færslu birti ég tvær myndir teknar af honum við störf úti á sjó, nánar tiltekið um borð í 1903. Helgu II RE 373, á þessum árum - Þá vil ég nota þetta tækifæri til að þakka honum kærlega fyrir að gefa okkur kost á að skoða þessar skemmtilegu myndir, svo ekki sé meira sagt.

Gísli Aðalsteinn Jónasson 18. mars 1989

Þessi er líka tekin af honum um borð í 1903. Helgu II RE 373

Gísli Aðalsteinn Jónasson 18. mars 1989

Þessi er líka tekin af honum um borð í 1903. Helgu II RE 373
Skrifað af Emil Páli
