11.12.2010 09:29

Sólplast: Einn fer þá annar kemur

Fyrir um hálfum mánuði flutti ég frétt þess efnis að á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði væru nú 11 bátar, sem væru á ýmsum stigum lagfæringa og breytinga, eða biðu eftir að komasta að. Síðan þá eru tveir farnir þar sem viðgerð á þeim bátum er lokið, þ.e. Víkingi KE 10 og Lágey ÞH 265. En í staðinn hafa komið aðrir tveir, þ.e. Björg TN 1273, sem framleidd var á sínum tíma hjá Trefjum og síðar seldur til Færeyja en nú keyptur þaðan til Hafnarfjarðar, en hefur aftur verið seldur og hinn er Sómi SH 163. Báðir bátarnir eru að fara í viðhald og lagfæringjar og jafnvel breytingar.
Staðan er því áfram að 11 bátar eru á athafnarsvæðinu, en horfur er á að einn þeirra sem var verið að lengja, Líf GK 67 muni verða sjósettur að nýju eftir helgi.
Að sögn Kristjáns Nielsen hjá Sólplasti hefur hann vart við að taka móti fyrirspurnum um viðgerðir eða breytingar og því er fyrirsjáanlegt að það er ekkert að fækka hjá þeim og ótrúlegt að ekki verði komið fljótt í stað þess sem fer eftir helgi.


         6484. Sómi SH 163, kom í fyrrakvöld og fer bæði í breytingu og lagfæringu


   7463. Líf GK 67, á að sjósetja eftir helgi, en búið er að lengja bátinn auk fleiri aðgerða


         Kristján Nielsen um borð í Guðrúnu Petrínu GK, sem búið er að gera miklar breytingar á


     Höfuðpaurinn Kristján og byggingameistarinn Róbert um borð í Guðrúnu Petrínu