10.12.2010 20:00

Bátasafnið heimsótt

Í dag heimsótti ég bátasafnið í Duushúsum í Keflavík, sem er eins og kunnugt með í meirihluta bátalíkön sem Grímur Karlsson fyrrum skipstjóri hefur smíðað. Þarna má þó sjá fleiri líkön sem safninu hefur verið gefið, svo og myndir af bátum, málverk o.m.fl. er tengist bátum. Hér kemur mynd þar sem sjá má m.a. Ask KE 11, o fl. báta, en eftir miðnætti birta um 20 myndir úr safninu, þar sem þekkja má marga báta, en undir flestum myndanna verður þó birt eitt þeirra nafna sem sést á viðkomandi mynd. Við myndatökurnar var ekki gerð tilraun til að sýna aðeins stök skip heldur fremur farið vítt og breitt um safnið.


           Askur KE 11, á bátasafninu í Duushúsum © mynd Emil Páll, 10. des. 2010