10.12.2010 17:40

Góð verkefnastaða hjá Bláfelli

Eigendur bátasmiðjunnar Bláfells á Ásbrú þurfa ekki að kvarta yfir lélegri verkefnastöðu, því það er frekar hitt að hún sé mjög góð, að þeirra sögn, meira segja svo góð að skortur er á starfsmönnum sem kunna að starfa við plastið. 
Þessa stundina er verið að vinna við nýsmíði á þilfarsbáti, nýsmíði á litlum báti fyrir utanborðsmótór, auk báts sem er verið að ljúka við tjónaviðgerð á, svo og annarri nýsmíði sem einnig er langt komin. Þá eru eins og raunar hefur áður komið fram hér á síðunni, tveir bátar utandyra sem eiga að fara í miklar endurbætur og breytingar á. Hér birti ég myndir af tveimur nýsmíðaverkefnum sem eru í framleiðslu hjá Bláfelli.


                                         Nýsmíðaverkefni á þilfarsbáti


          Nýsmíði á lítillu jullu fyrir utanborðmótór  © myndir Emil Páll, 10. des. 2010