09.12.2010 23:53
Grunaður um að landa fram hjá vigt
Ad visir.is
Lögreglumenn úr Borgarnesi stöðvuðu í morgun bíl, að beiðni Fiskistofu, þar sem grunur leikur á að hann hafi verið að flytja fisk, sem landað hafi verið framhjá vigt á Arnarstapa snemma í morgun.
Slíkt er lögbrot og því var kallað á lögreglu. Lögregla fylgdi bílnum niður á Akranes, þar sem verið er að vigta fiskinn á löggiltri vigt og kemur hið sanna þá í ljós.
Eitthvað á þriðja hundrað mál af þessum toga hafa komið upp á árinu, sem mörg hver má reyndar rekja til mistaka eða misskilnings, en þó nokkrir bátar hafa verið sviptir veiðileyfum tímabundið fyrir svona brot.
Skrifað af Emil Páli
