09.12.2010 21:01

Ný Þórunn Sveinsdóttir VE senn afhent

Af vef Fiskifrétta:

Þórunn Sveinsdóttir VE í skipasmíðastöð í Danmörku.
Þórunn Sveinsdóttir VE í skipasmíðastöð í Danmörku.

Nýsmíðaða togskipið Þórunn Sveinsdóttir VE, sem nú er verið að leggja lokahönd á í skipasmíðastöð í Danmörku, mun leggja af stað heim til Íslands 18. desember ef áætlanir standast, að sögn Sigurjóns Óskarssonar hjá Ósi ehf. í Vestmannaeyjum.

Endanlegt smíðaverð liggur ekki fyrir en það gæti numið nálægt 9,2 milljónum evra að því er Sigurjón áætlaði í samtali við Fiskifréttir. Það jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi.