07.12.2010 21:00
Hvað er þetta? Er báturinn þarna enn?
Í morgun þegar ég var að taka myndir í Snarfarahöfn sá ég tilsýndar stýrishúsið af 472. Gæski sem sökk í sumar í Reykjavíkurhöfn og var náð aftur upp og fluttur inn á lokað athafnarsvæði Samskips í Holtagörðum. Þegar það gerðist var sagt að báturinn yrði seldur á nauðungaruppboði innan fárra daga og rifinn í framhaldi af því. Þarna má sjá á bryggjunni gám og síðan stýrishúsið af bátnum. Hvort báturinn er þarna óhreifður bak við gáminn, veit ég ekki, eða hvort birjað er hugsanlega að brjóta hann niður og kannski setja rifrildið í gáminn. Hver veit, a.m.k. lét ég myndina fjúka með og málið verður spurningamerki þar til annað kemur í ljós. Ef menn skoða vel myndina sýnist báturinn liggja þarna á hliðinni hinum meginn við gáminn, eins og hann var strax staðsettur.

Holtagarðar, lokað athafnarsvæði Samskips, Báturinn sést lengst til hægri á bryggjunni bak við gáminn © mynd Emil Páll. 7. des. 2010

Holtagarðar, lokað athafnarsvæði Samskips, Báturinn sést lengst til hægri á bryggjunni bak við gáminn © mynd Emil Páll. 7. des. 2010
Skrifað af Emil Páli
