07.12.2010 13:55

Gára RE 62 ex Leó II ÞH 66

Fyrir nokkrum dögum birti ég myndir frá Stefáni Þorgeir Halldórssyni á Þórshöfn og þ.á.m. mynd af 1688. Leó II ÞH 66 og eins af bátnum í endurbyggingu í sumar. Langaði mér að ná myndum af honum, þar sem Stefán Þorgeir sagði mér að hann væri á floti í Snarfarahöfn í Reykjavík og því tók ég þessar tvær myndir af honum í morgun í umræddri höfn, en ekki er enn búið að merkja, hann þó það sé alveg ljóst að þetta er umræddur bátur




        1688. Gára RE 62 ex Leó II ÞH 66, í Snarfarahöfn í Reykjavík í morgun © myndir Emil Páll, 7. des. 2010