07.12.2010 13:36

Víðir EA 212 ex Birta VE 8

Síðan í ágúst sl. hefur Birta VE 8 legið í Reykjavíkurhöfn og virðist sem verið sé að ditta þar að honum og nú hefur hann fengið nafn og númer með heimahöfn á Grenivík eins og alltaf stóð til. Tók ég þessa mynd af bátnum í morgun, af honum þar sem hann liggur fyrir neðan Kaffivagninn.


     1430. Víðir EA 212 ex Birta VE 8, í Reykjavíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll, 7. des. 2010