07.12.2010 00:00

Grænlensk, áður íslensk fiskiskip

Hér birti ég myndir af þremur fiskiskipum er skráð hafa verið í Grænlandi og gerð út þaðan, en voru öll keypt frá Íslandi. Að vísu eru fleiri slík skip á Grænlandi, en þau koma kannski síðar.

Við hvert skipanna mun ég birta nöfn þau sem þau báru hér á landi. Eitt þessara skipa er samkvæmt nýjustu fréttum farið í pottinn og annað var í raun aldrei gert út hérlendis, þó það kæmi nýtt hingað til lands ásamt mörgum öðrum s.s. Kínabátum. Þriðja skipið hefur mikla sögu á Íslandi.

Bjal Fighter GR 16-188, hér birt undir nr. GR 5-259
Gert út á Íslandi frá 1967 til 1992 sem 1033. Harpa RE 342, átti að vísu að bera nafnið Rauðanes ÞH í stuttan tíma, varð þó aldrei. Fór í pottinn í haust, samkvæmt óstaðfestum fréttum.

Karina E GR 8-8
Var skráður hér á landi sem 2469. Ólafur GK 33, en var þó aldrei gerður út á Íslandi.

Anna Kill GR 6-8
Gert út á Íslandi frá 1960 - 1994 sem 212. Sæþór ÓF 5, Sæfari AK 171, Erlingur Arnar VE 124, Hringur GK 18, Vatnsnes KE 30, Axel Eyjólfs KE 70, Skagaröst KE 70 og Ögmundur RE 94. Í Grænlandi H.B. Lyberth GR 7-240 og síðan núverandi nafn.






                  Bjal Fighter GR 5 - 259 © myndir H.Hansen




                          Karina E  GR 8-8 © myndir H. Hansen


      Anna Kill  GR 6-8, hér sem H.B. Lyberth GR 7-240 © mynd Olin