06.12.2010 21:00

Rifshöfn í kvöld

Sigurbrandur sendi mér þessa mynd áðan, sem hann tók í kvöld í Rifshöfn og er mjög skemmtileg og sýnir mikið. Myndinni fylgdi þessi texti sem ég ætla að taka mér það leifi að birta eins og hann eins og kom frá honum, sem smá breytingu, sem myndtexta undir myndinni:


     Rauði báturinn er 1771. Herdís SH 173, sem  þú (Emil) og félagar sóttuð til Reykjavíkur á sínum tíma. Ég held að það sé lítið sem ekkert verið að róa henni núna.
Svo er þarna frá vinstri, Særif SH 25, þá sést í Sæhamar SH 223 og Tryggva SH 72 (ex Tryggva Eðvarðs SH 2), þá Herdís SH 173 og bak við hana Ingibjörg SH 174, Þerna SH 350 og bak við hana er gamall og merkur bátur 1572. Boði SH 184 ( ex Rúna Péturs RE 478).
                         © mynd og myndtexti Sigurbrandur, 6. des. 2010

                           - Sendi ég Sigurbrandi kærar þakkir fyrir þetta-