06.12.2010 00:00

Gnýfari SH 8 / Haraldur EA 62 / Narfi VE 108 / Þorri VE 50

Hér kemur fimmtíu ára gamall trébátur sem smíðaður var á Neskaupstað og er ennþá til, þó hann hafi að visu legið í nokkur ár í Reykjavíkurhöfn, en alltaf er eitthvað verið að gera við hann.


             464. Gnýfari SH 8 © mynd Snorrason


                        464. Haraldur EA 62 © mynd Snorrason


                    464. Haraldur EA 62 © mynd Snorrason


                            464. Narfi VE 108 © mynd Snorrason


                           464. Þorri VE 50 © mynd af netinu, ljósm. ókunnur


                          464. Þorri VE 50, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðaður í Dráttarbrautinni hf., Neskaupstað 1960, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Afskráður sem fiskiskip  2006.

Undirritaður var kaupsamningur við tvo einstaklinga í Keflavík í nóv. 1994, en Vestmannaeyjabær kom í veg fyrir söluna, með því að neyta forkaupsréttar á bátnum og selja hann aftur innanbæjar.

Nöfn: Gnýfari SH 8, Haraldur EA 62, Ágústa Haraldsdóttir VE 108, Narfi VE 108 og núverandi nafn: Þorri VE 50.