05.12.2010 11:30
Eldur út frá vél Lágeyjar ÞH
Í gær kom upp eldur í vél á Lágey ÞH, sem var á leið frá Sandgerði til Húsavíkur. Slökktu skipverjar sjálfir eldinn sem ekki var verulegur og sigldu bátnum inn til Patreksfjarðar, þar sem skipt verður um stykkið sem brann, en það var svonefnt Relí sem var við sjókælirinn. Um leið og gert var við bátinn hjá Sólplasti í Sandgerði, var vélin og tilheyrandi tekið upp á viðurkenndu verkstæði í Reykjavík.
Eftir að skipt hefur verið um stykkið sem brann, mun báturinn halda áfram ferð sinni til heimahafnar á Húsavík.

2651. Lágey ÞH 265, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, des. 2010
Eftir að skipt hefur verið um stykkið sem brann, mun báturinn halda áfram ferð sinni til heimahafnar á Húsavík.
2651. Lágey ÞH 265, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, des. 2010
Skrifað af Emil Páli
