05.12.2010 17:00

Keflvíkingur GK 400 og Faxi GK 95

Hér sjáum við nokkra báta í smíðum hjá Skipasmíðastöð Péturs Wigelund í Innri-Njarðvík frá árum rétt fyrir miðja síðustu öld og mun ég nú nefna sögu þeirra tveggja sem eru fremst á myndinni. Báðir bátarnir eru teknaðir og smíðaðir undir stjórn Péturs Wigelund

Fremstur er Keflvíkingur GK 400 sem síðar varð Keflvíkingur KE 44 og náði 11 ára aldri, en þá brann hann og sökk um 80 sm. NV. af Garðskaga 16. júlí 1951. Var báturinn sá fyrsti íslenski sem notaði gúmíbjörgunarbát, en það gerðist er hann sökk.

Báturinn hljóp af stokkum 28. feb. 1940 og var á þeim tíma talinn stærsta tréskipið sem míðað hefur verið á Suðurnesjum og stendur það trúlega ennþá, þar sem hann mældist 70 tonna bátur.

Sá næsti í röðinni er 833. Faxi GK 95 en hann hljóp af stokkum árið áður, eða 1939 og bar síðan nöfnin Faxi ÍS 118, Faxi ÁR 25 og lengst af var það Sæfaxi VE 25. Var hann úreldur 1. ágúst 1990. Hann var brotinn niður og brenndur á nýja hrauninu í Vestmannaeyjum í jan. 1991.


          F.v. Keflvíkingur GK 400 og síðan kemur 833. Faxi GK 95 © mynd úr Víking