05.12.2010 00:00

Jörundur III RE 300 / Ásver VE 355 / Sæborg RE 20 / Sæborg GK 457

Árið 1964 komu tvö systurskip sem sama útgerðin lét smíða í Selby í Englandi og það skip sem ég segi nú sögu bæði í myndum og máli sökk á síldarmiðunum rúmlega 30 ára gamalt, en hitt skipið er ennþá til og síðustu nótt birti ég myndir af því, þó ekki söguna hvorki í máli né myndum.


     254. Jörundur III RE 300, sjósettur í Selby í Englandi © mynd úr Flota Tálknafjarðar


             254. Jörundur III RE 300 © mynd af netinu, ljósm. ókunnur


                        254. Ásver VE 355 © mynd Snorrason


                         254. Sæborg RE 20 © mynd Pétur Waldorff Karlsson


                 254. Sæborg GK 457 © mynd af heimasíðu Vísis

Smíðanúmer 1494 hjá Mrss Cochrane & Sons Ltd., Selby, Englandi 1964.

Meðan  eldgos var á Heimaey, var skipið gert út frá Keflavík og lagði þá afla upp hjá Ólafi S. Lárussyni hf.

Seldur til Vestmannaeyja í apríl 1996 og átti þá að úrelda hann í stað skips sem keypt var til landsins. Útgerð hans í Grindavík keypti þess í stað aðra úreldingu og því var skipið gert áfram út frá Grindavík.

Sökk í síldarsmugunni um 155 sm. A af Dalatanga 15. júní 1996.

Nöfn: Jörundur III RE 300, Hásteinn VE 355, Ásver VE 355, Sæborg RE 20 og Sæborg GK 457