03.12.2010 00:00
Lágey ÞH 265 og Þorsteinn
Hér kemur myndasyrpa er sýnir ferilinn frá því að dráttarvagn frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hóf að aka með Lágey ÞH 265 frá aðsetri Sólplasts í Sandgerði og að Sandgerðishöfn þar sem hann var sjósettur. Þar sem ekki var olía á bátnum kom það í hlut björgunarbátsins Þorsteins að draga bátinn að bryggju þar sem sett var á hann olía og á síðustu tveimur myndunum er olía komin á hann og nánast lítið annað eftir er að hefja ferðina norður til Húsavíkur.












2651. Lágey ÞH 265 og 7647. Þorsteinn, í Sandgerði © myndir Emil Páll, 2. des. 2010












2651. Lágey ÞH 265 og 7647. Þorsteinn, í Sandgerði © myndir Emil Páll, 2. des. 2010
Skrifað af Emil Páli
