01.12.2010 22:20
Frá komu Tryggva Eðvarðs SH 2 til Rifs í dag
Alfons Finnsson tók þessar myndir í dag þegar nýr Tryggvi Eðvarðs SH 2 kom til heimahafar á Rifi og sendi mér ásamt texta. Sendi ég Fonsa kærar þakkir fyrir.
Sóknarpresturinn í Snæfellsbæ, Ragnheiður Karitas Pétursdóttir, blessaði bátinn við komuna til Rifs. Arnar Laxdal skipstjóri sagði að þeir hefðu fengið leiðindaveður á heimleiðinni, vestan 20 metra og báturinn farið vel í sjó
2800. Tryggvi Eðvarðs SH 2, kemur til Rifs
Sóknarpresturinn Ragnheiður Karitas Pétursdóttir blessar bátinn og á myndinni eru Arnar Laxdal skipstjóri, Gylfi Ásbjörnsson, Friðbjörn Ásbjörnsson, ásamt móður þeirra og eiginkonu Ásbjörns Óttarssonar, Margréti Scheving
- © myndir og texti Alfons Finnsson, 1. des. 2010 -
