28.11.2010 11:00

Upphaflega Hjörtur NS 37

Þegar Sigurbjartur tók þessa mynd var hafin varðveisla á bátnum og þá stóð hann utan við vélsmiðjuna á Bolungarvík, en það var haustið 2008. Fyrir neðan myndina birti ég ágrip af sögu bátsins.


         1537. Upphaflega Hjörtur NS 37 © mynd Sigurbjartur Jakobsson, haustið 2008

Smíðaður í Skipasmíðastöð Kristjáns Guðmundssonar, í Stykkishólmi 1978. Skráður sem skemmtibátur 1998.

Sökk í Sandgerðishöfn 30. mars 1981, náð upp aftur.

Tekinn af skrá 6. okt. 2000, en hafði þá ekki verið skoðaður síðan 1996. Hefur staðið við Vélsmiðjuna Hörð á Bolungarvík árum saman og er varðveittur þar.

Nöfn: Hjörtur NS 37, Jón Ingi EA 313, Eva RE 74, Eva Lind ÍS 182, Elín ÍS 50, Brík ÓF 11, Svavar ÓF 27, Svavar ÍS 184 og Byr ÍS 184.