28.11.2010 11:00
Upphaflega Hjörtur NS 37
Þegar Sigurbjartur tók þessa mynd var hafin varðveisla á bátnum og þá stóð hann utan við vélsmiðjuna á Bolungarvík, en það var haustið 2008. Fyrir neðan myndina birti ég ágrip af sögu bátsins.

1537. Upphaflega Hjörtur NS 37 © mynd Sigurbjartur Jakobsson, haustið 2008
Smíðaður í Skipasmíðastöð Kristjáns Guðmundssonar, í Stykkishólmi 1978. Skráður sem skemmtibátur 1998.
Sökk í Sandgerðishöfn 30. mars 1981, náð upp aftur.
Tekinn af skrá 6. okt. 2000, en hafði þá ekki verið skoðaður síðan 1996. Hefur staðið við Vélsmiðjuna Hörð á Bolungarvík árum saman og er varðveittur þar.
Nöfn: Hjörtur NS 37, Jón Ingi EA 313, Eva RE 74, Eva Lind ÍS 182, Elín ÍS 50, Brík ÓF 11, Svavar ÓF 27, Svavar ÍS 184 og Byr ÍS 184.

1537. Upphaflega Hjörtur NS 37 © mynd Sigurbjartur Jakobsson, haustið 2008
Smíðaður í Skipasmíðastöð Kristjáns Guðmundssonar, í Stykkishólmi 1978. Skráður sem skemmtibátur 1998.
Sökk í Sandgerðishöfn 30. mars 1981, náð upp aftur.
Tekinn af skrá 6. okt. 2000, en hafði þá ekki verið skoðaður síðan 1996. Hefur staðið við Vélsmiðjuna Hörð á Bolungarvík árum saman og er varðveittur þar.
Nöfn: Hjörtur NS 37, Jón Ingi EA 313, Eva RE 74, Eva Lind ÍS 182, Elín ÍS 50, Brík ÓF 11, Svavar ÓF 27, Svavar ÍS 184 og Byr ÍS 184.
Skrifað af Emil Páli
