27.11.2010 15:29

Lágey að verða tilbúin

Nú fer að styttast í það að Lágey ÞH 265 verði tilbúin eftir miklar endurbætur sem fram hafa farið hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði. Aðal endurbæturnar voru vegna tjóns þegar báturinn strandaði á síðasta vetri, en einnig hefur tækifærið verið notað til annarra endurbóta og er einmitt m.a. beðið eftir sérpöntuðum framrúðum í bátinn sem eru að koma erlendis frá.


   2651. Lágey ÞH 265, á athafnarsvæði Sólplasts ehf. í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 27. nóv. 2010