27.11.2010 12:33

Í jólabúning í slippnum

Við sem búum nálægt Keflavíkurflugvelli upplifðum það meðan Varnarliðið var þar að íbúarnir á flugvellinum hófu að kveikja á jólaljósum í nóvember og það vel fyrir þakkargjörðarhátíðina, en síðan slökktu þeir á ljósunum á jóladag. Þessi siður hefur síðan færst nokkuð yfir á íslendingana, en þó eru þeir flestir með jólaljósin fram á þrettánda dag jóla.
Í dag eru einstaka hús komin með jólaljós og bæjarfélögin og nokkur fyrirtæki, það er hinsvega fátítt að skip setji jólaljósin strax upp, en það eru þó til undantekningar á því eins og nú í Njarðvíkurslipp, þar sem kveikt var á jólaljósum nánast á þakkargjörðardaginn sem var í vikunni. Það gerðist varðandi Steinunni Finnbogadóttur BA 325 og hér birti ég mynd af honum sem ég tók í morgun er aðeins var farið að birta.


          245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325, í jólabúning í Njarðvíkurslipp í morgun © mynd Emil Páll, 27. nóv. 2010