26.11.2010 21:06

Síldveiðum lokið hjá HB Granda

Úr Fiskifréttum í dag:


 Síldveiðum skipa HB Granda er lokið á þessu ári en Lundey NS er nú á leiðinni til Vopnafjarðar með síðasta farm vertíðarinnar, um 800 tonna afla. Í morgun var lokið við að landa úr Faxa RE á Vopnafirði en aflinn í síðustu veiðiferð skipsins á síldveiðunum var um 900 tonn. Alls máttu skip HB Granda veiða um 4.800 tonn af íslenskri sumargotssíld á vertíðinni og eftirstöðvar kvótans eru nú um 300 tonn sem færð verða yfir á næsta ár.