26.11.2010 21:00

Gert við stefnið á Jökli

Þessa daganna er verið að gera við stefnið á Jökli SK 16, eins og báturinn heitir, þó enn standi á honum SH 37, þar sem hann liggur við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Stóð í stappi fyrst hvernig gera mætti við það, en fengist hefur heimild til að lagfæra það á þann máta sem unnið er nú að.




        Sökum þess hve birtan var takmörkuð þegar ég var á leið þarna um í morgun, sést kannski ekki alveg nógu vel, hvað er verið að gera á 288. Jökul SK 16, í Hafnarfjarðarhöfn  © myndir Emil Páll, 26. nóv. 2010