26.11.2010 07:16

Lykilorð og hugsanleg lögreglukæra

Þrátt fyrir að ég hafi sagt frá því að myndasíðan mín og nú gestabókin séu lokuð, hafa menn sent óskir um að fá lykilorð til að komast inn. Flest er þetta frá mönnum sem ég þekki engin deili á, en það skiptir svo sem engu máli, heldur ítreka ég það að viðkomandi síðum var læst og verða ekki opnaðar með lykilorðum og bið menn því að hætta að senda óskir um slíkt, því það hefur engan tilgang. Þeir sem þurfa að ná sambandi við mig er bent á tölvupóst eða Facebook.

Varðandi framkomu gagnvart mér í framhaldi af myndatökum í fyrrakvöld í Grófinni. Þá hafa þeir sem þekkja til laga, bent mér á að láta bóka um málið hjá lögreglu og það hef ég gert. Síðan mun ég taka ákvörðun, í samræmi við viðkomandi lögspekinga, hvort kært verður, en lögfróðir menn segja þetta vera líkamsárás annars vegar og hinsvegar frelsissvipting og þar benda þeir á að enginn, já enginn getur bannað myndatökur utan dyra á stað eins og á opnu hafnarsvæði og hvað þá heldur óskað eftir að menn hverfi þaðan, nema lögregla eða vaktmenn og þá einungis ef svæðið er lokað.

Þeim fjölmenna hópi síðueigenda og vina minna um land allt sem sent hafa mér tölvupóst eða einkapóst á Facebook og kvatt mig til að kæra, þakka ég fyrir stuðninginn og hlý orð