25.11.2010 17:34

Hafnarfjörður - Færeyjar - Hafnarfjörður

Í dag var hífður upp á bryggju í Sandgerði bátur með færeysku nafni, sem þó var í upphafi smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði og hefur nú verið keyptur aftur hingað til lands, nánar tiltekið til Hafnafjarðar þaðan sem hann kom siglandi til Sandgerðis. Mun Sólplast taka hann í viðhald og smávægilegar viðgerðir á bryggjunni í Sandgerði.






     Björg TN 1273, frá Tórshavn í Færeyjum, en framleiddur hjá Trefjum í Hafnarfirði af gerðinni Cleopatra 34 og nú keyptur aftur til Hafnafjarðar, eða í raun til Álftanes og hugsanlega verið seldur eitthvað annað hér innanlands, samkvæmt óstaðfestum fréttum © myndir Emil Páll, í Sandgerði í dag 25. nóv. 2010