24.11.2010 20:37

Síðuritara hótað í kvöld

Síðuritari varð fyrir ótrúlegri uppákomu í Grófinni í Keflavík í kvöld er verið var að sjósetja Víking KE 10 eftir viðgerð í Sólplasti í Sandgerði.
Var síðuritari að taka myndir af bátnum er hann kom á flutningabíl er Anton Hjaltason, eigandi Víkings kom að honum og þreif í jakka hans og snéri upp á hann þannig að það þrengdi að hálsi. Jafnframt hafði hann eftirfarandi orð við síðuritara: ,,Ef þú dirfist að skrifa meira eða birta myndir af þessum bát á netinu, munt þú hafa verra af" Sagðist ég vera í fullu umboði frá Sólplasti til að taka myndir og þá sagði Anton: ,,Þú heyrðir hvað ég sagði".
Ekki varð þetta þó til þess að ég hætti að taka myndir heldur færði mig til og hélt síðan áfram að taka bæði þá mynd sem birtist nú og eins þær sem munu koma inn um miðnætti.

Eftir þetta hafði ég samband við Kristján Nielsen hjá Sólplasti, sem varð mjög hissa þar sem hann sagðist hafa sagt Antoni, að hann myndi hafa samband við mig til að taka myndir þegar komið yrði í Grófina.


    Frá sjósetningu 2426. Víkings KE 10, í Grófinni í kvöld © mynd Emil Páll, 24. nóv. 2010