24.11.2010 18:45

Viðgerð á Víkingi KE lokið

Núna á þessum mínútum er verið að setja Víking KE 10 upp á flutningabíl hjá Sólplasti í Sandgerði þar sem viðgerð á bátnum er lokið, eftir tjónið sem varð er hann sigldi á Hólmsbergið fyrir nokkrum dögum. En þar sem dimman hafði tekið yfirvöldin sleppti ég því að taka mynd af því og birti þess í stað mynd sem ég tók af bátnum í Grófinni 6. nóv. sl.


           2426. Víkingur KE 10, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 6. nóv. 2010