24.11.2010 08:03

Fall er fararheill og er ennþá í fullum rekstri


            1134. Arnfirðingur II GK 412 á strandstað í des. 1971 í innsiglingunni í Grindavík. Náðist út aftur og þótt ótrúlegt sé, þá er báturinn í dag einn sá sem best er við haldið og útgerð og skipverjum til mikils sóma og heitir í dag Steinunn SH 167. Því má kannski segja að fall sé fararheill, því hann var nánast alveg nýr er hann strandaði © mynd úr Morgunblaðinu í des. 1971