21.11.2010 17:00

Óvæntar þakkir

Eftir skrif mín sem ég birti í gær fékk ég óvæntar þakkir. Fjöldi símtala og enn fleiri tölvupóstar frá fólki sem ég vissi ekki einu sinni að fylgdust með síðunni. Sumt af þessu fólki veit ég engin deili á, en önnur þekki ég, þó ekki af samskiptum á netinu. Nánast undantekningalaust var um þakkir að ræða, þó einhverjir vildu helst að auki að ég opnaði sem fyrst fyrir kommentin aftur, en aðrir bentu á að þetta væri síðan mín og því mitt að ákveða en ekki annarra hvernig hún væri.

Sendi ég öllum þessum aðilum bestu þakkir og kveðjur fyrir þetta.

Ekki ætla ég að birta það sem þarna kom fram, en vel þó að handahófi eitt tölvuskeytið, svona svo menn gætu séð smá sýnishorn. Í þessu tilfelli sleppi ég þó að birta nafn og heimilsfang viðkomandi og vona að sá sem sendi það fyrirgefi mér að ég skuli birta textann:

Heill og sæll Emil
Ég þakka þér fyrir frábæran mynda og skipafróðleik
Mjög góð og þörf grein hjá þér í dag
Haltu ótrauður áfram
Kærar kveðjur

(nafn og heimilsfang)

Svona sem smá púki, vegna áframhaldandi skrifa á síðu Hafþórs, sendi ég þeim húsvíska í Norðurþingi bestu kveðjur frá þeim keflvíska í Reykjanesbæ