20.11.2010 15:00

Skemmtibáti breytt í fiskibát

Utan við aðsetur Bláfells á Ásbrú, sem er gamla varnarliðsvæðið á Keflavíkurflugvelli, stendur nú bátur sem upphaflega átti að verða skemmtibátur, en hefur aldrei verið sjósettur, né í hann sett vél. Skokkurinn hefur verið notaður sem mótel fyrir plastabáta framleidda hjá Samtaki, en báturinn sjálfur hefur síðan flakkað um landið, landleiðis.
Nú hefur útgerðaraðili strandveiðibáta í Keflavík keypt bátinn og samið við Bláfell um að breyta honum í fiskibát, skipta um stýrishús o.fl í þá veru og auðvitað að setja í hann vél og annan tækjabúnað.


      Þessi á að verða strandveiðibátur fyrir næsta strandveiðitímabil © mynd Emil Páll, 19. nóv. 2010