18.11.2010 00:00

Guðrún GK 37 / Guðrún VE 122

Þessi var til hérlendis í rúm 40 ár og bar alltaf sama nafnið, en tvö númer. Síðan seldur til Noregs í kvótahopp og hélt sama nafni en fékk þriðja númerið.


                          243. Guðrún GK 37 © mynd Snorri Snorrason


                                243. Guðrún GK 37 © mynd Þorgeir Baldursson


                               243. Guðrún VE 122 © mynd Ísland 1990


                243. Guðrún VE 122 © mynd tekin 22. mars 2004, ljósm.: ókunnur


               243. Guðrún VE 122 © mynd tekin 22. mars 2004, ljósm.: ókunnur


                                    243. Guðrún VE 122 © mynd skip.vb.is

Smíðanúmer 17 hjá Brattvaag Skipsinnredning A/S, Brattvaag, Noregi 1964 og hafði IDno 21653. Yfirbyggt  1989. Selt til Noregs í kvótahopp í ágúst 2008 og átti að fara í pottinn stuttu síðar.

Guðrún GK er það skip sem gómaði flesta háhyrninga hér við land fyrir dýragarða þ.á.m. Keikó.

Skipið komst nánast bara að nafninu til í eigu Gjögurs ehf., því við sameiningu þess fyrirtækis og Sæhamars, var gert ráð fyrir að það yrði strax selt Pétursey ehf., Vestmannaeyjum og varð það reyndin.

Nöfn: Guðrún GK 37, Guðrún VE 122 og í Noregi: Guðrún SF-122-S