17.11.2010 12:33

Sólborg II GK 37 ex Ásdís komin frá Ísafirði til Sandgerðis

Í morgun kom flutningabíll til Sandgerðis með bátinn Ásdísi sem Sólplast hefur keypt frá Isafirði. Eins og sést á myndunum er hér um mikið verk að gera að fiskibáti, en það verkefni munu þeir hjá Sólplasti afgreiða. Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, hefur báturinn verðið skráður sem Sólborg II GK 37




         2094. Ásdís, sem skráð hefur verið Sólborg II GK 37, á athafnarsvæði Sólplasts ehf., í Sandgerði í morgun © mynd Emil Páll, 17. nóv .2010