16.11.2010 18:00
Víkingur KE fluttur til Sólplasts
Nú á sjötta tímanum í kvöld var Víkingur KE 10 sem sigldi í strand í fyrrakvöld á Hólmsbergi, hífður á vagn í Grófinni og var hann fluttur þaðan á athafnarsvæði Sólplasts ehf. í Sandgerði. Eins og sést á myndunum var farið að rökkva nokkuð þegar þetta gerðist, en með stillingu á myndavélinni tókst mér að taka þessar myndir, en þar sem of dimmt var orðið fylgdi ég ekki eftir flutningnum til Sandgerðis.



2426. Víkingur KE 10, settur á vagn í Grófinni nú fyrir stundu © myndir Emil Páll, 16. nóv. 2010



2426. Víkingur KE 10, settur á vagn í Grófinni nú fyrir stundu © myndir Emil Páll, 16. nóv. 2010
Skrifað af Emil Páli
