15.11.2010 10:25

Sigldi upp í fjöru á Hólmsbergi

Í gærkvöldi sigldi plastbáturinn Víkingur KE 10 upp í fjöru rétt norðan við Brenninýpu á Hólmsbergi. Tveir voru um borð og slapp annar alveg ómeiddur en hinn meiddist eitthvað, þó vonandi ekki alvarlega. Voru þeir á leið í land úr fyrstu veiðiferðinni á skötusel er óhappið varð. Sem lán í óláni þá virðast þeir hafa lent á eina staðnum sem er fjara á berginu, eða nokkra metra fyrir norðan nýpuna. Hefðu þeir hins vegar farið hinum megin við nýpuna hefðu þeir sloppið inn á Keflavíkina og þá trúlega komist í Grófina.
Báturinn er brotinn að framan, en þó gátu þeir siglt honum í Grófina þar sem hann var hífður á land og sést tjónið á myndunum sem ég tók í morgun.








          2426. Víkingur KE 10, eftir að búið var að hífa hann á land í Grófinni © myndir Emil Páll, 15. nóv. 2010