12.11.2010 12:15
Fiskiskip - flutningaprammi og nú aftur fiskiskip
Bátasmiðjan Sólplast í Sandgerði hefur fest kaup á flutningapramma á Ísafirði, sem áður var fiskiskip og verður nú gert að fiskiskipi á ný. Verður báturinn fluttur suður einhvern næstu daga. Nánar um bátinn undir myndinni.

2094. Jóna Björg GK 304 (sá rauði), í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll
Framleiddur hjá Selfa Baat A/S, Þrándheimi, Noregi 1990. Skutgeymir 1997 og breyting á skut 1998. Verður endurbyggður og gerður að fiskiskipi hjá Sólplasti ehf, Sandgerði frá nóv. 2010
Sökk 7 sm. V af Siglunesi 9. maí 2005 og var dreginn til hafnar á Siglufirði marandi í hálfu kafi af björgunarskipinu Sigurvini. Frá þeim tíma hefur hann í raun verið afskráður sem fiskiskip, en er þó enn á skipaskrá.
Var hann sóttur til Siglufjarðar á 1900. Ramónu og dreginn til Ísafjarðar og þar var allt tekið innan úr bátnum og honum breytt í flutningapramma. Hefur hann síðan verið á söluskrá í nokkurn tíma og hafa nokkrir sýnt bátnum áhuga með það fyrir augum að breyta honum í fiskiskip að nýju, en ekkert hefur orðið af því þar til nú að Sólplast keypti bátinn og verður hann fluttur til Sandgerðis einhvern næstu daga. Þar með er báturinn aftur kominn til Sandgerðis, en þaðan var hann í fyrstu. Hefur þegar verið gengið frá nafnabreytingu á bátnum og mun hann heita Sólborg II GK 37.
Nöfn: Jóna Björg GK 304, Júlía GK 400, Júlía SI 62, Ásdís Ólöf SI 25, Ásdís og nú Sólborg II GK 37.

2094. Jóna Björg GK 304 (sá rauði), í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll
Framleiddur hjá Selfa Baat A/S, Þrándheimi, Noregi 1990. Skutgeymir 1997 og breyting á skut 1998. Verður endurbyggður og gerður að fiskiskipi hjá Sólplasti ehf, Sandgerði frá nóv. 2010
Sökk 7 sm. V af Siglunesi 9. maí 2005 og var dreginn til hafnar á Siglufirði marandi í hálfu kafi af björgunarskipinu Sigurvini. Frá þeim tíma hefur hann í raun verið afskráður sem fiskiskip, en er þó enn á skipaskrá.
Var hann sóttur til Siglufjarðar á 1900. Ramónu og dreginn til Ísafjarðar og þar var allt tekið innan úr bátnum og honum breytt í flutningapramma. Hefur hann síðan verið á söluskrá í nokkurn tíma og hafa nokkrir sýnt bátnum áhuga með það fyrir augum að breyta honum í fiskiskip að nýju, en ekkert hefur orðið af því þar til nú að Sólplast keypti bátinn og verður hann fluttur til Sandgerðis einhvern næstu daga. Þar með er báturinn aftur kominn til Sandgerðis, en þaðan var hann í fyrstu. Hefur þegar verið gengið frá nafnabreytingu á bátnum og mun hann heita Sólborg II GK 37.
Nöfn: Jóna Björg GK 304, Júlía GK 400, Júlía SI 62, Ásdís Ólöf SI 25, Ásdís og nú Sólborg II GK 37.
Skrifað af Emil Páli
