07.11.2010 21:00
Bylgja VE 75 á útleið frá Reykjavík
Sigurlaugur sendi mér langa syrpu af Bylgju VE 75 er hún fór í dag út frá Reykjavík og birti ég hér tvær myndir úr syrpunni nú, en allar myndirnar úr syrpunni verða birtar um miðnætti annað kvöld. Annars var bara kaldastemming yfir öllu hér í höfðuðborg allra Reykvíkinga og litlar fréttir,þeir hamast við að hífa/slaka gluggarömmum við Eilífðina(Öskju)skrúfa þá saman og svo sundur,hífa þá upp og svo niður,skrítin vinnubrögð.
Eftirfarandi texti fylgdi myndunum frá Lauga:
Hérna eru nokkrar frá því í dag, Bylgjan var að fara til veiðar og var 'Oskar Matt glaðhlakkalegur yfir veiðinni undanfarna daga og var ekki mikið að pæla í brælu,sagði að það væri blíða eitthverstaðar þarna úti.


2025. Bylgja VE 75 á útleið frá Reykjavík í dag © myndir Laugi, 7. nóv. 2010
- Fleiri myndir eftir miðnætti annað kvöld -
