04.11.2010 20:14
Keilir SI að leggja á stað til Njarðvíkur
Samkvæmt heimildum mínum stendur til að Keilir SI 145 leggi á stað í kvöld frá Siglufirði til Njarðvíkur þar sem hann verður gerður út eins og var á síðustu vetrarvertíð. Þó ótrúlegt sé áætla Keilismenn að það taki aðeins 28 klukkustundir að sigla bátnum suður og ætti hann því að vera kominn til Njarðvikur aðfaranótt næsta laugardags. Birti ég nú þrjár af þeim aragrúa mynda sem ég tók af þessum fallega báti á síðustu vetrarvertíð, en sú síðasta sýnir hann þegar hann var nýkominn úr Njarðvíkurslipp og búinn að fá góða klössun.



1420. Keilir SI 145, í Njarðvík © myndir Emil Páll, frá haustinu 2009 og fram í maí 2010



1420. Keilir SI 145, í Njarðvík © myndir Emil Páll, frá haustinu 2009 og fram í maí 2010
Skrifað af Emil Páli
