01.11.2010 23:04

Brettingur farinn á veiðar undir stjórn Benedikts Sverrissonar

Nú fyrir fáum mínútum eða rétt fyrir kl. 23, lét togarinn Brettingur KE 50 úr höfn í Njarðvík áleiðis á Flæmska hattinn. Áætlað er að veiðiferðin taki 30-40 daga og að landað verði í Kanada.
Skipstjórinn í þessari ferð er Benedikt Sverrisson.

Fyrr í kvöld fjallaði ég ítarlega um skipið og birti myndir af því sem ég tók í dag.