01.11.2010 22:06
Frá síldveiðum á Grundarfirði í morgun
Svafar Gestsson, sendi mér áðan myndir sem hann tók um borð í Jónu Eðvalds SF í dag og fylgdi með svohljóðandi texti: (Raunar ætlaði hann að senda mér þetta fyrr í dag, en netsambandið var ekki sem best fyrr en nú í kvöld og þá tókst þetta)
Vorum mættir í Grundafjörð um hálf tíu í morgun og köstuðum um k.l. 11 og hittum á mjög gott kast en sprengdum nótina Náðum 4-500 tonnum og fórum síðan að bryggju í Grundarfirði og þar voru strákarnir ekki lengi að gera við enda vanir menn.
Vorum komnir út 2 tímun seinna og tókum þá annað kast sem dugði til að fylla í kælingu eða um 930 tonn.
Stefnum núna til Hornafjarðar með þennann afla í vinnslu.
Jói Danner
Síld
Gott kast


Síld á síðunni
Verið að dæla
2643. Júpiter ÞH 363 © myndir Svafar Gestsson, 1. nóv. 2010
