01.11.2010 17:15
Brettingur KE 50 siglir á Flæmska í kvöld eða nótt
Nú er ljóst að togarinn Brettingur KE 50 mun leggja af stað í sína fyrstu veiðiferð undir þessu nafni, öðru hvoru megin við miðnætti, komi ekki eitthvað óvænt fyrir. Þar sem togari þessi er sá eini sem nú er gerður út frá norðanverðum Reykjanesskaganum, ætla ég að fjalla nokkuð um skip þetta og birta myndir sem ég tók af því í dag og svo er spurning hvort ég verði viðstaddur þegar sleppt verður í kvöld, en þó alls ekki öruggt.
Með kaupum á þessum togara er Magni Jóhannsson þar með búinn að gera út þrjá síðustu togara sem haft hafa heimahöfn í Keflavík, en hinir voru Sunna og Breki. Magni verður ekki sjálfur með skipið í þessari veiðiferð a.m.k., en haldið verður á rækjumiðin á Flæmska hattinum og trúlega landað í Kanada til að birja með.
Togarinn var smíðaður í Niigata Engineering Ltd. í Niigata, Japan 1973 og síðasta veiðiferðin hérlendis undir nafninu Brettingur NS 50 lauk í mars 2007. Var hann seldur til Skotlands 4. október það ár og fékk þá nafnið Samphire með heimahöfn í Belize, en var afhentur í Hull og stóð þá til að hann myndi veiða rússneskan kvóta við Sierra Leone, en af því varð ekki og sótti Magni skipið út til Hull, er hann keypti það, en þar hafði það legið frá því að það koma héðan á sínum tíma.
Áður en hann kom með skipið hingað til lands sem var 15. apríl sl. hafði viðgerðir hafist á skipinu ytra og héldu áfram hér heima, en nánast er búið að taka upp allt kramið, nema vélina sem var tekin upp ytra. En að auki var togarinn lengdur og endurbyggður 1988.
Sem Brettingur KE 50 er togarinn skráður í eigu Gotta ehf., Reykjanesbæ.


1279. Brettingur KE 50, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 1. nóv. 2010
Með kaupum á þessum togara er Magni Jóhannsson þar með búinn að gera út þrjá síðustu togara sem haft hafa heimahöfn í Keflavík, en hinir voru Sunna og Breki. Magni verður ekki sjálfur með skipið í þessari veiðiferð a.m.k., en haldið verður á rækjumiðin á Flæmska hattinum og trúlega landað í Kanada til að birja með.
Togarinn var smíðaður í Niigata Engineering Ltd. í Niigata, Japan 1973 og síðasta veiðiferðin hérlendis undir nafninu Brettingur NS 50 lauk í mars 2007. Var hann seldur til Skotlands 4. október það ár og fékk þá nafnið Samphire með heimahöfn í Belize, en var afhentur í Hull og stóð þá til að hann myndi veiða rússneskan kvóta við Sierra Leone, en af því varð ekki og sótti Magni skipið út til Hull, er hann keypti það, en þar hafði það legið frá því að það koma héðan á sínum tíma.
Áður en hann kom með skipið hingað til lands sem var 15. apríl sl. hafði viðgerðir hafist á skipinu ytra og héldu áfram hér heima, en nánast er búið að taka upp allt kramið, nema vélina sem var tekin upp ytra. En að auki var togarinn lengdur og endurbyggður 1988.
Sem Brettingur KE 50 er togarinn skráður í eigu Gotta ehf., Reykjanesbæ.


1279. Brettingur KE 50, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 1. nóv. 2010
Skrifað af Emil Páli
