31.10.2010 00:00
Fyrsti og eini báturinn sem bæjarfélag sótti til kaupanda
Er ég var að grúska í gömlum blaðaúrklippum hjá mér rakst ég á sögulega umfjöllun, sem ég tók þátt í og verður trúlega aldrei endurtekin. Birti ég hér myndir af umfjöllun bæði úr Víkurfréttum og eins Suðurnesjafréttum á þeim tíma sem þetta gerðist, en sleppi ferðasögu minni sem ég birti einnig á þessum tíma í Víkurfréttum. Þá birti ég mynd af áhöfninni sem sótti bátinn og mynd af bátnum er hann kom til baka og líka af honum eins og hann leit út í fyrra, en hann er ennþá í rekstri.
Til að orðlengja málið ekki meira, þá gerðist það í september 1991, að bæjarstjórn Keflavíkur ákvað að neyta sér forkaupsréttar á báti sem seldur hafði verið til Granda, ásamt kvóta. En þar sem búið var að afhenda bátinn án þess að fá samþykki bæjarfélagsins fyrir sölunni var ákveðið að ná í bátinn.
Í föruneytið sem sótti hann völdust fjórir þáverandi slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja, en í þeim hópi var sjálfur bæjarstjórinn. Einnig voru í hópnum lærður skipstjóri og lærður vélstjóri, en sá fjórði var ég og þó ég hafi verið dubbaður upp í að vera kokkur, þá held ég að ástæðan fyrir því að ég var fengin til að fara með, var að ég þekkti bátinn sem var nafnlaus í Reykjavíkurhöfn, auk þess sem ég vissi hvar höfuðstöðvar Granda voru. Einnig vildu bæjaryfirvöld að ferðasagan yrði birt sem var gerð og því valdist ég sem blaðamaður með í för og að sjálfsögðu birti ég ferðasöguna, þó ég birti hana ekki hér.
Framhald málsins var síðan að kvótinn var seldur innanbæjar í Keflavík. Eins má nefna það að auðvitað hefði nægt að senda einn mann eftir bátnum, en þar til gerðir aðilar ákváðu að þessi færu og því er stöðugildið bara grín. En eftir á var mjög gaman að hafa tekið þátt í þessu og þá sérstaklega þar sem þetta varð í eina skiptið sem skip hefur verið sótt í annað byggðarlag af þessum ástæðum.

Frásögn Suðurnesjafrétta 19. sept. 1991 ásamt grínteikningu af málinu

Grín teikningin
F.v. Örn Bergsteinsson vélstjóri, Emil Páll kokkur, Ellert Eiríksson útgerðarmaður og Jóhannes Sigurðsson skipstjóri. Ástæðan fyrir því að teiknarinn breytir nafni bátsins í Drífu, er að Ellert bæjarstjóri var í fríi og gengdi Drífa Sigfúsdóttir stöðunni á meðan og var það hún sem tók þessa sögulegu ákvörðun.

Frásögn Víkurfrétta af málinu

Áhöfnin: F.v. Örn Bergsteinsson vélstjóri, Jóhannes Sigurðsson skipstjóri, Ellert Eiríksson bæjarstjóri og útgerðarmaður og Emil Páll Jónsson matsveinn.

1771. Hrólfur II RE 111 kemur til Keflavíkur frá Reykjavík

1771. Herdís SH 173, á Rifi © mynd Emil Páll, í ágúst 2009
Til að orðlengja málið ekki meira, þá gerðist það í september 1991, að bæjarstjórn Keflavíkur ákvað að neyta sér forkaupsréttar á báti sem seldur hafði verið til Granda, ásamt kvóta. En þar sem búið var að afhenda bátinn án þess að fá samþykki bæjarfélagsins fyrir sölunni var ákveðið að ná í bátinn.
Í föruneytið sem sótti hann völdust fjórir þáverandi slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja, en í þeim hópi var sjálfur bæjarstjórinn. Einnig voru í hópnum lærður skipstjóri og lærður vélstjóri, en sá fjórði var ég og þó ég hafi verið dubbaður upp í að vera kokkur, þá held ég að ástæðan fyrir því að ég var fengin til að fara með, var að ég þekkti bátinn sem var nafnlaus í Reykjavíkurhöfn, auk þess sem ég vissi hvar höfuðstöðvar Granda voru. Einnig vildu bæjaryfirvöld að ferðasagan yrði birt sem var gerð og því valdist ég sem blaðamaður með í för og að sjálfsögðu birti ég ferðasöguna, þó ég birti hana ekki hér.
Framhald málsins var síðan að kvótinn var seldur innanbæjar í Keflavík. Eins má nefna það að auðvitað hefði nægt að senda einn mann eftir bátnum, en þar til gerðir aðilar ákváðu að þessi færu og því er stöðugildið bara grín. En eftir á var mjög gaman að hafa tekið þátt í þessu og þá sérstaklega þar sem þetta varð í eina skiptið sem skip hefur verið sótt í annað byggðarlag af þessum ástæðum.

Frásögn Suðurnesjafrétta 19. sept. 1991 ásamt grínteikningu af málinu

Grín teikningin
F.v. Örn Bergsteinsson vélstjóri, Emil Páll kokkur, Ellert Eiríksson útgerðarmaður og Jóhannes Sigurðsson skipstjóri. Ástæðan fyrir því að teiknarinn breytir nafni bátsins í Drífu, er að Ellert bæjarstjóri var í fríi og gengdi Drífa Sigfúsdóttir stöðunni á meðan og var það hún sem tók þessa sögulegu ákvörðun.

Frásögn Víkurfrétta af málinu

Áhöfnin: F.v. Örn Bergsteinsson vélstjóri, Jóhannes Sigurðsson skipstjóri, Ellert Eiríksson bæjarstjóri og útgerðarmaður og Emil Páll Jónsson matsveinn.

1771. Hrólfur II RE 111 kemur til Keflavíkur frá Reykjavík

1771. Herdís SH 173, á Rifi © mynd Emil Páll, í ágúst 2009
Skrifað af Emil Páli
