30.10.2010 20:00

Allt í bláu

Er það ekki nokkuð undarlegt að allir bátarnir sex sem voru í Keflavíkurhöfn í dag voru bláir að lit. Varð það kannski vegna þess að meirihlutinn í bæjarstjórninni er blár? Hvað um það hér birti ég þrjár myndir sem ég tók í dag, en sólin var svolítið að stríða mér.


        Hér sjást fjórir bláir bátar í Keflavíkurhöfn í dag. F.v. 13. Happasæll KE 94, 1767. Happi KE 95, 1587. Sævar KE 15 og 2043. Auðunn


                    2043. Auðunn, 1575. Njáll RE 275 og 2454. Siggi Bjarna GK 5


                   Hér sést öll höfnin og aðeins í alla 6 bátanna sem allir eru bláir að lit
                                                © myndir Emil Páll, 30. okt. 2010