30.10.2010 19:00

Keflavíkurhöfn árið 1992

Þessi 18 ára gamla mynd er nokkuð góð og því er hægt að þekkja marga af þeim bátum sem þarna eru. Í fljótu bragði sé ég 9 báta sem ég þekki og efalaust yrði þeir fleiri ef ég skoðaði vel, en svo menn geti spáð í mun ég ekki gefa nöfnin upp. Spurningin er því hvort einhver af ykkur lesendur góðir þekkja báta á myndinni, sem Bjarni Guðmundsson frá Neskaupstað tók í júlí eða ágúst 1992.


       Keflavíkurhöfn í júlí eða ágúst 1992 © mynd Bjarni G. - Spurningi er hvort þið þekkið einhverja af þeim bátum sem þarna sjást?