29.10.2010 17:36

Njáll RE 275

Hér sjáum við Njál RE 275 koma inn til Keflavíkur um kl. 17 í dag.


  1575. Njáll RE 275, virðist hafa verið á veiðum einhversstaðar innanlega í flóanum því hann kom þvert yfir Stakksfjörðinn og hér er hann með fjallið Keilir í baksýn


     Smá veltingur var á bátnum, er hann nálgaðist Keflavík, en hér eru það efstu húsin í Innri-Njarðvík sem eru í baksýn


      Á svipuðum stað og myndin næst á undan, en stutt eftir í hafnargarðinn í Keflavík


       Hér er það löndun úr bátum í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 29. okt. 2010