29.10.2010 00:00

Skemmtileg flétta út af Grindavík

Hér birti ég myndasyrpu þá sem ég hef áður sagt frá og sýnir fléttu með þremur skipum út af Grindavík að morgni fimmtudagsins 28. október 2010. Þarna eru það varðskipið Týr sem kom upp undir Grindavík og sendi síðan léttabát í land og þriðja skipið er Árni í Teigi GK 1 sem var á veiðum og sést hann á veiðisvæðinu á fyrstu myndinni, en síðan sjást myndir af bátnum í innsiglingunni og er hann kemur að landi í Grindavík.


     1421. Týr á leið í áttina að Grindavík og til vinstri sést 2500. Árni í Teigi GK 1 á veiðisvæði


       1421. Týr á reki stutt frá Grindavíkurhöfn og búið að sjósetja léttabátinn


                         1421. Týr á reki, meðan léttabáturinn er í landi


           Mynd tekin frá hafnargarðinum í Grindavík og sýnir innsiglingamerkin og sjóvarnargarð


        Hér sést auk varðskipsins, 2500. Árni í Teigi GK 1 á leið til lands í Grindavík


                           Léttabátur varðskipsins á leið út frá Grindavík


                            Léttabáturinn öslar út innsiglinguna í Grindavík


          Allir þátttakendur: F.v. 2500. Árni í Teigi GK 1, Léttabátur Týs og 1421. Týr


         2500. Árni í Teigi GK 1, í innsiglingunni og léttabáturinn fyrir aftan 1421. Tý


                       2500. Árni í Teigi GK 1 kemur inn innsiglinguna


                         2500. Árni í Teigi GK 1 kominn inn í Grindavíkurhöfn


                          2500. Árni í Teigi GK 1 kominn að bryggju í Grindavík


         Löndun hafin úr 2500. Árna í Teigi GK 1  © myndir Emil Páll, 28. okt. 2010