28.10.2010 21:00
Er Brettingur að fara út?
Samkvæmt fregnum stóð til að Brettingur KE 50 færi til veiða í dag eða kvöld. En slíkar fregnir hefur mér áður borist til eyrna, svo ég tek þær ekki alvarlega, en togarinn hefur farið í gegn um miklar endurbætur fyrst í Hull og síðan hérlendis frá því að hann var keyptur hingað. Það sem helst undirstrikar það að þetta gæti verið rétt núna er að þegar ég tók myndina upp úr kl. 17 í kvöld var veirð að klára að setja olíu á togarann.

1279. Brettingur KE 50, í Njarðvikurhöfn nú síðdegis © mynd Emil Páll, 28. okt. 2010

1279. Brettingur KE 50, í Njarðvikurhöfn nú síðdegis © mynd Emil Páll, 28. okt. 2010
Skrifað af Emil Páli
