28.10.2010 13:25
Skemmtileg flétta með Árna á Teigi GK 1, varðskipinu Tý og léttabát varðskipsins
Í morgun náði ég skemmtilegri myndafléttu utan við Grindavík og í Grindavík, þar sem við sögu koma varðskipið Týr, Árni í Teigi GK 1 og léttabátur varðskipsins. Syrpuna í heild alls 13 mynir birti ég eftir miðnætti í nótt, en hér kemur smá sýnishorn.
2500. Árni í Teigi á veiðum utan við Grindavík og varðskipið 1421. Týr með stefnu á Grindavík
1421. Týr á reki framan við Grindavík, en léttbáturinn farinn til hafnar í Grindavík
Léttabátur varðskipsins á leið út frá Grindavík
2500. Árni í Teigi GK 1 á landleið, léttabáturinn á útleið og 1421. Týr á reki
2500. Árni í Teigi GK 1
2500. Árni í Teigi GK 1, kominn til Grindavíkur
© myndir Emil Páll, 28. okt. 2010 og eftir miðnætti birtist syrpan í heild sinni
