28.10.2010 07:00

Katrín VE 47

Þessi náði 45 ára aldri áður en hann fór í pottinn fræga og bar ýmis nöfn eins og kemur fram hér fyrir neðan myndirnar.


          Hér sjáum við bátinn á strandstað, en hann náðist út


                            236. Katrin VE 47, í Vestmannaeyjum eftir breytingar

Smíðanúmer 29 hjá Ödens Mek. Verksted A/S, Trondheim, Noregi 1963. Yfirbyggður 1987 og 1994.

Lagt við bryggju í Njarðvík eftir að vélin ónýttist á árinu 2007 og lá þar þangað til að Siggi Þorsteins ÍS 123 dró hann með sér til Danmerkur í brotajárn 30. júlí 2008.

Nöfn: Bergur VE 44, Katrín VE 47, Sindri VE 60, Frigg VE 41, Víkurnes ST 10, Mánatindur SU 359, Dagfari GK 70 og Haukur EA 76