27.10.2010 19:05
Gullborg RE 38 og VE 38
Hér koma þrjár myndir sem ég átti í úrklippusafni mínu og birti núna og eru af hinu fræga aflaskipi Gullborgu RE 38 og eins eftir að það varð VE 38.

490. Gullborg RE 38 á strandstað við Grindavík fljótlega eftir að skipið kom til landsins. En samkvæmt blaðafrásögn á þeim tíma þótti mjög tvísýnt um afdrif skispins þar sem hætta var á að það myndi velta ofan í Ósinn í fjörunni. Til að koma í veg fyrir það studdu tveir Grindavíkurbátar við bátinn þegar verst horfði og á flóðinu náðist báturinn síðan á flot

490. Gullborg VE 38 í innsiglingunni til Vestmannaeyja

490. Gullborg VE 38 í Vestmannaeyjum 1997, eftir að hafa landað 21 tonni af boltaþorski

490. Gullborg RE 38 á strandstað við Grindavík fljótlega eftir að skipið kom til landsins. En samkvæmt blaðafrásögn á þeim tíma þótti mjög tvísýnt um afdrif skispins þar sem hætta var á að það myndi velta ofan í Ósinn í fjörunni. Til að koma í veg fyrir það studdu tveir Grindavíkurbátar við bátinn þegar verst horfði og á flóðinu náðist báturinn síðan á flot

490. Gullborg VE 38 í innsiglingunni til Vestmannaeyja

490. Gullborg VE 38 í Vestmannaeyjum 1997, eftir að hafa landað 21 tonni af boltaþorski
Skrifað af Emil Páli
