27.10.2010 12:00

Kristján HU 123 á rækjuveiðum í Kolluálnum 1990

Hér koma skemmtilegar myndir frá Alfons Finnssyni, af rækjuveiðum og fyrir neðan myndirnar birti ég stutt ágrip af sögu bátsins.


         734. Kristján HU 123, með gott hal af karfa og rækju í Kolluálnum, árið 1990




                                               © myndir Alfons Finnsson

Báturinn var smíðaður í Skipasmíðatöð Nóa Kristjánssonar á Akureyri 1948. Dæmdur ónýtur 1968, en settur aftur á skrá, eftir að hafa verið endurbyggður hjá Dröfn hf., í Hafnarfirði 1970. Eldur kom upp í bátnum er hann var á leið frá Ólafsfirði og inn á Akureyri 5. okt. 1978. Báturinn var þá staddur skammt frá Hjalteyri og dró togarinn Sólberg hann til Akureyrar þar sem Slökkviliðið á Akureyri slökkti eldinn og var hann þá enn á ný dæmdur ónýtur. En enn á ný var hann endurbyggður og nú á Akureyri og settur aftur á skrá 3. maí 1979. Síðan seldur úr landi til Portúgals 20. mars 1995 og fór út um haustið, en eftir það er ekkert vitað um bátinn.

Nöfn: Goðaborg SU 40, Reynir II NK 47, Ragnar Bjarnason RE 27, Kópur RE 27, Kópur SH 132, Guðrún Jónsdóttir  ÍS 267, Kolbrún ÍS 267, Kristján S. SH 23,  Kristján HU 123 og síðasta nafnið hérlendis var: Sædís ÁR 9, en ekki er vitað um nöfn eftir söluna til Portúgals.