26.10.2010 17:00
Ægir að koma heim
Varðskipið Ægir sem hefur nú um þó nokkuð skeið verið í leiguverkefni á fjarlægðum slóðum og er nú á heimleið og samkvæmt heimildum mínum, er skipið jafnvel væntanlegt annað kvöld. Hvað um það þessar glæsilegu myndir tók bátsmaðurinn Guðmundur St. Valdimarsson af skipinu við sólarlag, áður en haldið var heim og eru úr mjög fallegri myndasyrpu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Vonandi fyrirgefur hann mér það þó ég hafi stolist til að birta þessar tvær myndir úr syrpunni, án þess að biðja hann um að fá að birta þær. En eins og margir vita er Guðmundur stórljósmyndari, skipasíðueigandi og síðast en ekki síst vinur minn á fésinu.


1066. Ægir, við sólarlag © myndir Guðmundur St. Valdimarsson, 2010


1066. Ægir, við sólarlag © myndir Guðmundur St. Valdimarsson, 2010
Skrifað af Emil Páli
